Glans

GÆLUDÝR: gæludýr landsmanna

Loðin, lítil, villt, tryllt, stór, hljóðlát, hæglát, hávær, hárlaus, fiðruð, margfætt, með trýni og loppur eða klaufir, eða átta augu. Þau eru alls konar dýrin sem byggja þennan heim. Um 1,5 milljónir dýrategunda eru þekktar á jörðinni um þessar mundir. Vísindamenn og sérfræðingar telja hins vegar líklegt tegundirnar séu nær níu milljónum, það eigi bara enn eftir bera kennsl á þær flestar.

Það er þó aðeins brotabrot af þessum tegundum sem talið er henta nútímalífi manndýrsins og okkar hefðbundna heimilishaldi. Það sést á því vinsælustu gæludýr landsmanna eru hundar, kettir, nagdýr, páfagaukar og fiskar. Það virðist því mikið vera lagst á sortir þegar kemur því velja sér fjölskyldumeðlimi úr dýraríkinu.

Í þessari seríu af Glans ætlum við sem sagt beina sjónum okkar dýrum - öðrum en manninum - og þá helst þeim dýrum sem við mennirnir höfum ákveðið gott eiga eða hafa heimavið og njóta náinna samvista við, það er; gæludýrum.

Af hverju verða þessar framangreindu dýrategundir helst fyrir valinu sem gæludýr landsmanna? Er algengt eiga gæludýr hér á landi? Hver hefur þróunin verið? Hverjir eru það sem sér gæludýr og af hverju? Hvaða þýðingu hafa gæludýrin fyrir okkur mennina? Hvaða þýðingu hefur það gefa dýri nafn?

Birt

29. maí 2020

Aðgengilegt til

31. maí 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.