Glans

TÍMAFLAKK: V

Í Tímaflakk, þessari stuttþáttaröð Glans, er farið með hlustendur á eins konar tímaflakk. Af handahófi gröfum við upp gömul hljóðbrot úr safni RÚV og hlustum á þau með eyrum ársins 2020. Rætt er við samtímafólk og þegar möguleiki er á, einhvern sem tengist upptökunni.

Í þætti dagsins hlustum við á ljóðalestur skáldkonunnar Huldu (Unnar Benediktsdóttur Bjarklind) frá 1942, og ræðum við myndlistarkonurnar Hörpu Dís Hákonardóttur og Hjördísi Grétu Guðmundsdóttur sem rannsakað hafa líf og list Huldu á síðustu árum.

Einnig heyrum við viðtal við Bjarna Viborg Guðmundsson (1892-1974) sem flutist ungur til Kanada og var þaðan sendur til berjast með skoskum og írskum herdeildum í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann sagði m.a. frá lífinu, líðan og raunum í skotgröfunum og áverkum sem hann fékk í stríðinu. Þá heyrum við í dóttur hans, Ingibjörgu Bjarnadóttur, sem minnist föður síns í þætti dagsins.

Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Birt

22. maí 2020

Aðgengilegt til

24. maí 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.