Glans

TÍMAFLAKK: II

Í nýrri stuttþáttaröð Glans er farið með hlustendur á eins konar tímaflakk. Af handahófi gröfum við upp gömul hljóðbrot úr safni RÚV og hlustum á þau með eyrum ársins 2020. Rætt er við samtímafólk og þegar möguleiki er á, einhvern sem tengist umræddri upptöku.

Í þætti dagsins rifjum við m.a. upp viðtal við Runólf Runólfsson frá Klauf í Meðallandi. Viðtalið var tekið á hundraðasta aldursári Runólfs árið 1949 - við heyrum því í manni sem fæddist árið 1849. Runólfur deildi tíræðis afmælisdeginum með Kristínu Þorsteinsdóttur, eins árs stúlku á heimilinu. Við heyrum í Kristínu í þættinum og fræðumst nánar um æskuárin og Runólf.

Einnig heyrum við viðtal frá 1973 við 11 ára Vestmannaeying nafni Steingrímur Svavarson. Eftir gosið í Heimaey fluttust fjörtíu fjölskyldur í örlofshús verkalýðshreyfingarinnar í Ölfusborgum. Fjölskylda Steingríms var þar á meðal, en í viðtalinu segir hann frá aðstæðum og söknuði til sinna heimahaga. Við heyrum síðan í Steingrími í dag en hann hefur búið í Vestmanneyjum alla tíð, starfar þar sem rafvirki og slökkviliðsmaður. Hann rifjar upp örlagaríka nótt 23. Janúar 1973.

Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Birt

1. maí 2020

Aðgengilegt til

3. maí 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.