Glans

DÆGRASTYTTING: vinnandi fólk

Athugið fjallað er um uppstoppun dýra í Glans í dag og umfjöllunarefnið ekki allra. Viðkvæmir eru því sérstaklega varaðir við.

Við ræðum við Kristján Hrein Stefánsson, betur þekkur sem Kristján frá Gilhaga í þessum síðasta þætti Glans um áhugamál. Kristján er sannkallaður þúsundþjalasmiður og hefur unnið hin ýmsu störf í gegnum tíðina ásamt því sinna fjöldanum allum af áhugamálum, allt frá ritstörfum og skemmtanastjórnun í uppstoppun hinna ýmsu dýrategunda. þar meðal annars nefna fugla, sauðfé, nautgripi, hunda og seli. Þeirra á meðal er kind með tvö höfuð og hefur Kristján hefur stoppað upp rúmlega 370 kindahausa.

Hvernig lærir maður stoppa upp dýr? Hvernig er það gert? Hvers vegna vill fólk hafa hjá sér uppstoppuð dýr? Er fólk gagnrýnið á iðnina? Breytist eitthvað þegar áhugamál verður atvinnu?

Við tökum svo fyrir spánýtt umfjöllunarefni í Glans í næstu viku.

Birt

17. apríl 2020

Aðgengilegt til

19. apríl 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.