Glans

LJÓSMYNDIR: vinnandi fólk

Í þessum síðasta þætti stuttþáttarraðar Glans um ljósmyndir ætlum við heimsækja Vigni Örn Oddgeirsson sem er settur aðstoðaryfirlögregluþjónn yfir stoðdeildum lögreglunnar, tæknideild þeirra þar á meðal. Ljósmyndir eru þar í veigamiklu hlutverki. Tæknideild lögreglunnar vinnur vettvangsrannsóknir í málum er snúa til mynda morðum, voveiflegum andlátum, kynferðisbrotum, alvarlegum líkamsárásum, umferðarslysum og brunarannsóknum. Á rannsóknarstofum deildarinnar eru síðan framkvæmdar framhaldsrannsóknir á munum og sýnum; lífsýnaleit á fatnaði og öðrum haldlögðum munum, fingrafaraleit, ljósmyndun, skráning og greining haldlagðra fíkniefna og umsjón með fingrafarasafni og DNA-lífsýnasafni. Við spyrjum Vigni spjörunum úr í þættinum - vægast sagt - enda áhugasamar um það hvernig ljósmyndir nýtast lögreglunni; Hvernig koma ljósmyndir við sögu hjá lögreglunni? Gegna þær veigamiklu hlutverki? Hvernig nýtast þær sem rannsóknartól og sönnunargagn? Í næstu viku tekur svo spánýtt umfjöllunarefni við I Glans er við siglum inn í næstu stuttþáttarröð.

Birt

7. feb. 2020

Aðgengilegt til

24. júlí 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.