Glans

LJÓSMYNDIR: fréttamyndir

,,Myndavélin er auga mannkynssögunnar?? á bandaríski ljósmyndarinn Matthew Brady hafa sagt, en fyrir miðbik 19. aldar var Brady forsvari þeirra sem gerðu fyrstu tilraunina til safna heildstæðum heimildum um stríð með ljósmyndum. Í þætti dagsins er hugað ljósmyndum sem sýna sársauka annarra- birtingamyndir hörmunga og hryllings, myndir úr stríðum og styrjöldum, myndir af særðu og látnu fólki í átökum - það er segja; fréttamyndir.

Hvaða áhrif hafa slíkar ljósmyndir? Hver er tilgangurinn með því birta og horfa á þær? Eru ljósmyndir færar um festa sannleikann og söguna á mynd? Það er segja, eru þær sannar?

Fyrst um sinn, þegar blaðamyndir voru af skornum skammti, virðist hlutverk þeirra fyrst og fremst hafa verið styðja og auka við texta fréttarinnar. Með tíð og tíma þróuðust þær yfir í verða miðill í sjálfu sér - heimildarljósmyndir sem krefjast ekki orða í frásögn sinni. Eða, eins og rithöfundurinn og fræðimaðurinn Susan Sontag, sem kemur víða við sögu í þætti dagsins, segir í bók sinni Um sársauka annarra:

„Þegar teknar hafa verið ljósmyndir, þá er stríð orðið „raunverulegt“. Þannig voru mótmælin gegn Víetnam stríðinu knúin áfram af myndum. tilfinning eitthvað yrði gera vegna stríðsins í Bosníu var borin uppi af þeirri athygli sem það naut af hálfu fréttamanna og var stundum nefnd CNN áhrifin - sem sendu myndir af Sarjevo í umsátirnu inn á hundruð milljóna heimila kvöld eftir kvöld í meira en þrjú ár. Þessi dæmi sýna þau afdráttarlausu áhrif sem ljósmyndir hafa á það hvaða hörmungum og erfiðleikum við veitum athygli, hvað við látum okkur annt um og, þegar upp er staðið, hvaða gildismat er lagt á þessi átök.??

Birt

31. jan. 2020

Aðgengilegt til

31. júlí 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.