Glans

LJÓSMYNDIR: myndir annarra

Í dag höldum við áfram þar sem frá var horfið í síðasta þætti og skoðum stöðu fjölskyldualbúmsins á þessum stafrænu tímum - tímum þar sem flestir taka ljósmyndir í þúsundavís. Hvert er myndefni fjölskyldumynda nútímans? Hvernig varðveitum við þær? Hvað viljum við verði um þær eftir okkar dag? Við leiðum hugann myndum annarra. Er okkur sama þótt persónulegar myndir endi í höndum ókunnugra? Hefur þá einhver ókunnugur yfir höfuð gaman af því blaða í gegnum mínar myndir eftir dagar mínir eru taldir?

Hvaða áhrif hafa ljósmyndir - persónulegar og óþekktar - á líf okkar og hvaða tilgangi þjóna þær? Eða eins og Roland Barthes, franski hugsuðurinn orðaði það: Ljósmyndin minnir okkur á síbreytilegt eðli náttúrunnar. Ljósmyndin er áminning um hverfulleika lífsins, hún er áminning um endanleika okkar, og ... dauðann. Efnið sem á henni lifir er eilíft augnablik sem er þegar löngu liðið.

Birt

17. jan. 2020

Aðgengilegt til

10. júlí 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.