Glans

LJÓSMYNDIR: fjölskyldualbúm

Í fyrstu þáttum Glans skoðum við fyrirbæri sem hefur þýðingu fyrir okkur öll, bæði í persónulegu samhengi og samfélagslegu; Ljósmyndir - og þá út frá alls konar sjónarhornum; myndvinnslu, minni, myndlæsi, varðveislu og breytingum og þróun á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar svo fátt eitt nefnt. Í þessum þætti beinum við sjónum okkar fjölskyldu albúminu. Hvaða þýðingu hefur það í dag á stafrænum tímum? Hvaða tilfinningar, eða jafnvel minningar, vakna þegar við flettum í gegnum gamlar ljósmyndir? Og, hvað verður um þær þegar við deyjum?

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.

Birt

10. jan. 2020

Aðgengilegt til

3. júlí 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.