Geymt en ekki gleymt

Star Crossed með Þórunni Antóníu

Hulda G. Geirsdóttir ræddi við Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Davíð Berndsen um plötuna Star Crossed sem út kom árið 2012. Farið var yfir fjölbreyttan feril Þórunnar Antoníu sem hleypti ung heimdraganum og starfaði með heimsþekktum listamönnum á borð við Junior Senior og Beck og eignaðist góðan vin í Amy Winehouse heitinni. Þá var rætt um lagasmíðar, upptökur og ýmislegt forvitnilegt sem tengist Star Crossed og vinnunni við þá plötu. Áhugaverð yfirferð og skemmtilegar sögur sem áhugafólk um tónlist ætti ekki missa af.

Birt

25. júlí 2021

Aðgengilegt til

27. júlí 2022
Geymt en ekki gleymt

Geymt en ekki gleymt

Fjallað um eftirminnilegar og áhugaverðar íslenskar hljómplötur.