Füzz

Andrea Jóns - Taste og Def Leppard

Gestur þáttarins þessu sinni er rokk drottningin Andrea Jónsdóttir. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00.

Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er platan Pyromania sem er þriðja plata ensku rokksveitarinnar Def Leppard.

Platan kom út 20. Janúar 1983 og þennan dag það ár hóf hún göngu sína á bandaríska vinsældalistanum, var þar í 92 vikur í það heila ? fór aldrei á toppinn en seldist á endanum í meira en 10 milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Platan fór hæst í annað sæti vinsældalistans og það var enginn annar en Michael Jackson og platan Thriller sem hélt þessum ungu mönnum frá Sheffield frá toppsætinu.

Upptökustjórinn Robert John "Mutt" Lange sem hafði gert það gott með AC/DC t.d. á plötunum Highway to hell og Back in Black er upptökustjóri og sándið á plötunni er talvert meira popp en sveitin hafði verið þekkt fyrir. Minna Heavy Metal og meira glam og hard rock sem átti greiða leið í útvarp um allan heim á þessum tíma.

Árið 2004 lenti Pyromania í sæti 384 á lista Rolling Stone yfir 500 bestu plötur allra tíma og 2006 þegar Q magazine setti saman lista yfir 40 bestu plötur níunda áratugarins lenti platan í 35. Sæti. 2015 setti Rolling Stone saman lista yfir 50 bestu Hair Metal-plöturnar og þá lenti Pyromania í 17. Sæti, og 2017 setti Rolling Stone plötuna í 52. Sæti yfir 100 bestu þungarokksplötur sögunnar.

Birt

5. feb. 2021

Aðgengilegt til

6. maí 2021
Füzz

Füzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft tala og syngja og maður á hlusta hátt.