Füzz

Ómar úlfur - Þeyr og Blur

Gestur þáttarins þessu sinni er Ómar Úlfur Eyþórsson dagskrárstjóri X-ins 977. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00 -

Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er platan Blur með Blur sem er fimmta breiðskífa Blur, en það var sagt frá því í frétum í gær Damon Albarn söngvari og forsprakki Blur væri íslenskan ríkisborgararétt. Í Frumvarpi meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar leggur meirihluti nefndarinnar til 30 erlendir ríkisborgarar fái íslenskan ríkisborgararétt og einn af þeim er Damon Albarn.

En platan Blur kom út 10. Febrúar 1997 og var hluta til tekin upp í Stúdíó Grettisgati í Reykjavík.

Síðasta plata á undan Blur er The Great Escape sem var gríðarlega vinsæl og seldist vel. Hún þótti og þykir mjög bresk, og þarna var Brit-poppið í algleymingi og með Blur fór sveitin á nýjar slóðir - hún er allt öðruvísi en Great Escape, rokkaðri og Amerískari. Fyrirmyndirnar eru eru t.d. bandaríska hljómsveitin Pavement.

Platan var ekki bara tekin upp í Reykjavík heldur líka London og upptökustjóri var Stephen Street.

Plötufyrirtæki Blur hafði áhyggjur af því stefnubreytingin væri of mikil fyrir aðdáendur sveitarinnar og platan myndi floppa. En það gerðist heldur betur ekki. Hún fór á toppinn á bandaríska vinsældalistanum og það gerði fyrsta smáskífa plötunnar líka, lagið Beetlebum.

Platan seldist vel um allan heim og var fyrsta plata Blur sem seldist eitthvað ráði í Ameríku, en þar sló lagið þeirra Song 2 í gegn víða meðan Brit Pop náði almennt lítilli útbreiðslu og vinsældum í Ameríku.

Platan fékk líka yfirleitt góða dóma og sérstaklega var talað um breytta textagerð Damons, en textarnir þóttu persónulegri og meira innávið en hann hafði verið þekktur fyrir til þess tíma.

Birt

29. jan. 2021

Aðgengilegt til

29. apríl 2021
Füzz

Füzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft tala og syngja og maður á hlusta hátt.