Füzz

Þorgeir Tryggvason og Queen og QOTSA

Gestur þáttarins þessu sinni er Þorgeir Tryggvason auglýsingagerðarmaður, bókagagnrýnandi og tónlistarmaður. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00 - fyrsti gestur Füzz í olangan tíma.

Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Songs for the Deaf sem er þriðja breiðskífa bandarísku rokksveitarinnar Queens of the Stone Age. Platan kom út 27. ágúst 2002 og er merkileg fyrir marga hluta sakir. T.d. vegna þess Dave Grohl úr Nirvana og Foo Fighters spilar á henni snilldarlega á trommur. Hann var búinn vera yfirlýstur aðdáandi hljómsveitarinnar síðan hún hitaði upp fyrir Foo Fighters nokkrum árum fyrr en Josh Homme og Dave Grohl voru búnir vera vinir síðan Homme var í hljómsveitinni Kyuss árið 1992.

Grohl langaði vera með QOTSA á plötunni á undan, Rated R, en það gekk ekki upp. Í þetta skiptið ákvað hann dusta rykið af trommusettinu og hvíla Foo Fighters aðeins og einbeita sér því vera trommari í hljómsveit um tíma.

Songs for the Deaf er líka síðasta plata QOTSA þar sem bassaleikarinn litríki Nick Oliveri spilar á bassa.

Þetta er hálfgerð concept plata þar sem hlustandinn er tekinn í ferðalag gegnum eyðimörkina frá Los Angeles til Joshue Tree og lög plötunnar koma frá ýminduðum útvarpsstöðvum á leiðinni frá bæjum eins og Banning og Chino Hills.

Platan fékk gríðarlega góða dóma þegar hún kom út og seldist líka vel bæði í Ameríku og víða um heim. Hún fór hæst í 17. sæti vinsældalistans í Ameríku en fjórða sæti í Bretlandi.

Þrjú lög af plötunni voru gefin út á smáskífum; No One Knows, Go with the Flow, og First It Giveth.

Birt

22. jan. 2021

Aðgengilegt til

22. apríl 2021
Füzz

Füzz

Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft tala og syngja og maður á hlusta hátt.