Fríhöfnin

Grjónagrautur er eins og soðin ýsa

Grjónagrautur er einfaldur matur, bara hrísgrjón soðin í mjólk, samt sem áður flækist þetta ferli fyrir svo mörgum.

Hann tengir okkur við jólin, grenjandi svöng börn, fjölskyldur, mömmur, ömmur, hefðir og hatur.

Í þættinum er rætt um fyrirbrigðið grjónagraut og skoðuð eru áhrif hans á tilfinningar og tengsl manna.

Umsjón hefur Aðalbjörg Árnadóttir

Viðmælendur eru: Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur, Saga Sólrún Hannesdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jón Gunnar Ólafsson, Oddný Helgadóttir, Kristín Ólína Kristjánsdóttir, Unnur Skúladóttir, Ástbjörg Rut Jónsdóttir, Þóra Árnadóttir, Beinta K. Clothier, Baerbel Schwarz og Gunvor Reynberg.

Birt

24. des. 2020

Aðgengilegt til

24. des. 2021
Fríhöfnin

Fríhöfnin

Hlaðvarp frá Rás 1.