Fríhöfnin

Steinólfur Lárusson í Fagradal

Finnbogi Hermannsson ræðir við Steinólf Lárusson bónda í Ytri Fagradal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Steinólfur hefur fengist við margt um dagana. Hann hefur gert tilraunir með veiðar á trjónukrabba, beitukóngi og fleiri sjávardýrum og skrifar merkileg bréf til stjórnvalda um þau mál. Þá hefur hann fengist við tilraunir í fiskirækt. Steinólfur er þúsundþjalasmiður og á gnótt vinnuvéla og verkfæra.

(Áður á dagskrá 1989)

Birt

15. okt. 2020

Aðgengilegt til

15. okt. 2021
Fríhöfnin

Fríhöfnin

Hlaðvarp frá Rás 1.