Fríhöfnin

Tónlist Pierre Boulez og heimspeki á 20. öld.

Franska tónskáldið Pierre Boulez lést fyrr á þessu ári. Þátturinn er helgaður minningu tónskáldsins sögð er örlítil tónlistarsaga en þó meiri hugmyndasaga. Hugmyndir Boulez um það sem hann kallaði slétta og rákaða tónlist hafa haft óvænt áhrif, langt út fyrir tónlistarsviðið á undanförnum 30 árum í kjölfar þess frönsku hugsuðirnir Gilles Deleuze og Félix Guattari tóku hugtökin upp á arma sína í heimspekiverkinu Þúsund flekar sem kom út árið 1980 og er í dag notað af arkitektum, landfræðingum og heimspekingum svo fáein dæmi séu nefnd.

Rætt er við Snorra Sigfús Birgisson tónskáld og Edward Campbell tónlistarfræðing og heimspeking við háskólann í Aberdeen.

Umsjón: Marteinn Sindri Jónsson.

Birt

8. okt. 2020

Aðgengilegt til

8. okt. 2021
Fríhöfnin

Fríhöfnin

Hlaðvarp frá Rás 1.