Fríhöfnin

Friðlandið Heiðmörk ofan Reykjavíkur 2/2

Gengið um Heiðmörk á sjötugsafmæli útivistarsvæðisins.

Á þeim sjötíu árum sem liðin eru frá því Heiðmörk var friðuð og opnuð almenningi, hefur þar vaxið mikill og fjölbreyttur skógur. Svæðið býður upp á útivistarmöguleika og nyt sem ekki voru til staðar á Íslandi fyrir aðeins fáeinum áratugum. Enda er svæðið afar fjölsótt. Í Heiðmörk koma hundaeigendur, fjölskyldur í sveppaleit, ástfangið fólk á ástarfundi, gönguskíðafólk og seiðkonur. Í þættinum verður gengið um Heiðmörk og rætt við skógræktarfólk og gesti Heiðmerkur um Heiðmörk, náttúruna, skóginn og skógarlíf.

Þátturinn er síðari af tveimur um Heiðmörk, í tilefni af 70 ára afmælis útivistarsvæðisins.

Umsjón: Kári Gylfason.

Birt

2. okt. 2020

Aðgengilegt til

2. okt. 2021
Fríhöfnin

Fríhöfnin

Hlaðvarp frá Rás 1.