Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 27. mars 2023

Tvö snjóflóð féllu í byggð í Neskaupstað í morgun. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Annað flóðið náði upp á aðra hæð fjölbýlishúss þar sem feðgin festust inni í svefnherbergi. Nágranni þeirra hjálpaði þeim komast út.

Neyðarstig almannavarna er í gildi í Neskaupstað. Fjölmörg hús hafa verið rýmd þar og á Seyðisfirði. Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á báðum stöðum.

Fjórir starfsmenn í bræðslu Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði þurftu vera eftir þrátt fyrir rýmingu því nokkrar klukkustundir tók keyra verksmiðjuna niður.

Snjó hefur kyngt niður á Austfjörðum og snjókomu er spáð áfram í dag. Ófært er um nær alla Austfirði og lokað til og frá Norðfirði.

Starfsmenn í lestum og á flugvöllum í Þýskalandi eru í sólarhrings verkfalli. Um 380 þúsund flugfarþegar hafa orðið fyrir töfum þar sem flug um München og Frankfurt liggur nánast niðri.

Brottrekstur varnarmálaráðherra Ísraels hefur leitt af sér mikil mótmæli og allsherjarverkfall í landinu. Ráðherrann hafði hvatt Benjamín Netanjahú forsætisráðherra til hætta við breytingar á dómskerfinu.

Frumflutt

27. mars 2023

Aðgengilegt til

26. mars 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.