Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 21. mars 2023

Fjölmennasta þingfesting sögunnar er í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tuttugu og fimm sakborningar verða leiddir fyrir dómara vegna hnífstunguárásar í Bankastræti í nóvember.

Stjórnvöldum í Kína er mikið í mun koma á friði í Úkraínu enda hefur stríðið sett Kínverja í óþægilega stöðu, segir prófessor í kínverskum fræðum. Á meðan forsetar Kína og Rússlands ræða málin í Moskvu er forsætisráðherra Japans kominn til Kyiv.

Þjóðaröryggisráð fundar þessa stundina vegna framtíðarskipulags þjóðaröryggismála. Ríkislögreglustjóri segir mikilvægt vera vel undirbúin í ljósi stöðu heimsmála.

Þrjátíu hjúkrunarrými á Hlíð á Akureyri eru óíbúðarhæf vegna myglu. Stjórnendur kalla eftir tafarlausum úrbótum og segja ríki og varpa ábyrgð hvort á annað.

Ekkert barn hefur fæðst með Downs-heilkennið hér á landi í hátt í þrjú ár. Faðir barns með heilkennið segir þetta hræðilega staðreynd, barnið hans lífsins gæfa. Alþjóðadagur Downs-heilkennisins er í dag.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, leggur til núverandi skattlagning á eldsneyti og bifreiðagjald falli niður og í staðinn komi gjald fyrir hvern ekinn kílómetra. Gjaldið á endurspegla áhrif bíls á umhverfið.

Kynþáttafordómar, kvenfyrirlitning og fordómar gegn hinsegin fólki eru landlægir í lögreglunni í Lundúnum samkvæmt nýrri skýrslu. Lögreglustjórinn tekur undir efni skýrslunnar mestu leyti og lofar úrbótum.

Frumflutt

21. mars 2023

Aðgengilegt til

20. mars 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.