Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 20. mars 2023

Veikt snjólag varð til þess snjóflóð fór af stað af mannavöldum í Brimnesdal við Ólafsfjörð um helgina. Skíðaleiðsögumaður á svæðinu segir þekkingu og reynslu lykilatriði í tryggja öryggi skíðafólks.

Það gæti skýrst í dag hvort Rafiðnaðarsambandið og Félag vélstjóra- og málmtæknimanna ganga frá kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar. Samninganefndirnar hittast hjá ríkissáttasemjara í dag.

Hlutabréfaverð féll á helstu mörkuðum í morgun eftir yfirtöku á Credit Suisse bankanum, en lækkunin hefur mestu gengið til baka. Fjármálaráðherra Sviss segir gjaldþrot bankans hefði valdið miklu tjóni bæði í Sviss og á alþjóðavettvangi.

Ekki er talið andlát karlmanns í Þingholtunum í Reykjavík í gærmorgun hafi borið með saknæmum hætti. Tveimur mönnum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu í morgun.

Ferðaþjónustufyrirtæki í Vatnajökulsþjóðgarði gætu þurft taka á sig kostnað vegna gjaldtöku við Jökulsárlón, sem hefst í júní. Eigandi eins þeirra segir ekki inni í myndinni rukka ferðamenn afturvirkt.

Varnar- og utanríkismálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins leggja lokahönd á samkomulag um útvega stóraukið magn skotfæra fyrir hersveitir Úkraínumanna. Endanleg ákvörðun verður tekin á leiðtogafundi ESB síðar í vikunni.

Þeim fækkar sem greinast með skæðar streptókokkasýkingar. Enn er þó talsvert álag á heilsugæslustöðvum.

Þó Íslendingar skori hátt á alþjóðlegum hamingjulista eru blikur á lofti. Minnkandi hamingja mælist meðal ungs fólks.

Frumflutt

20. mars 2023

Aðgengilegt til

19. mars 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.