Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 09. mars 2023

Minnst níu létust í nótt í mestu loftárásum Rússa á Úkraínu í fleiri vikur. Árásunum var beint gegn orkuinnviðum í Úkraínu ? hundruð þúsunda voru án rafmagns og heits vatns.

Alþingi þarf bregðast við af festu við mikilli verðbólgu á Íslandi, segir seðlabankastjóri. Vaxtahækkanir bankans geti ekki verið eina tólið í baráttunni. Hann hvetur þingmenn til forðast almenn inngrip á húsnæðismarkaði en beina sjónum lágtekjuhópum.

Stjórnvöld í Georgíu ætla draga til baka umdeilt frumvarp um erlenda erindreka, eftir tveggja daga hörð mótmæli og gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu.

Ríkisstjórnin var gagnrýnd á Alþingi í morgun fyrir hafa mistekist tryggja börnum jöfn tækifæri hér á landi. Á sama tíma og fyrirtæki séu greiða út milljarða í arð búi tíu þúsund börn við fátækt.

Alþýðusambandið tekur vel í þær hugmyndir rýmka atvinnuréttindi erlendra verkamanna utan Evrópska efnahagssvæðins. Sérstaklega er því fagnað atvinnuleyfi verði ekki aðeins bundið við atvinnurekanda

Mikill meirihluti landsmanna er andvígur laxeldi í opnum sjókvíum, samkvæmt nýrri könnun sem sem Gallup gerði fyrir samtök sem berjast gegn eldinu. Aðeins fjórtán prósent segjast jákvæð í garð eldisins.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta átti afleitan leik gegn Tékklandi í gærkvöld. Ísland þarf sex marka sigur í seinni leiknum á sunnudag til komast í efsta sæti riðils síns og auðveldari andstæðinga á EM.

Frumflutt

9. mars 2023

Aðgengilegt til

8. mars 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.