Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 08. mars 2023

Kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Bæði félög samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara með yfirgnæfandi meirihluta.

Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt í miklum ágreiningi úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Þingmaður Pírata sakar meirhluta nefndarinnar um fantabrögð.

Saksóknari fer fram á hámarksrefsingu gegn mönnunum fjórum sem ákærðir eru í stærsta kókaínmáli sem komið hefur upp hér á landi.

Lögreglan í Georgíu beitti táragási og vatnsþrýstibyssum gegn þúsundum mótmælenda í höfuðborginni Tblisi í gær. Mótmælin beinast umdeildu lagafrumvarpi. Boðað hefur verið til mótmæla aftur í dag.

Elon Musk eigandi Twitter hefur beðið Harald Þorleifsson afsökunar á hafa rægt hann á miðlinum.

Eftirlitsstofnun EFTA telur íslensk stjórnvöld kunni hafa brotið gegn reglum um ríkisaðstoð með fjárstuðningi við Farice vegna Iris sæstrengsins.

Bresk stjórnvöld vilja synja öllum um hæli, sem þeirra mati, koma ólöglega til landsins. Frumvarp um ?stöðva komu gúmmíbáta? ströndum Bretlands er blekkingarleikur, segja stjórnarandstöðuþingmenn.

Innviðaráðherra segir skýrslur Ríkisendurskoðunar ekki áfellisdóm fyrir stjórn Vegagerðarinnar en þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við óreiðu í bókhaldi og öryggismál hafi ekki verið í öndvegi.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag. Liðið leikur við Tékka ytra.

Frumflutt

8. mars 2023

Aðgengilegt til

7. mars 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.