Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 02. mars 2023

Orðspor Íslands sem áfangastaðar hefur ekki beðið hnekki vegna verkfalls Eflingar, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Berjaya hótela, en orðspor hótelanna sem var lokað gerði það. Starfsemin komin af stað á ný, en tjón óljóst.

minnsta kosti fjórir létust þegar Rússar vörpuðu sprengju á íbúðablokk í Zaporizhzhia í morgun. Leiðtogar G-tuttugu ríkjanna þrýsta á kínverja senda ekki vopn til Rússlands.

Tæpa sjö milljarða króna kostar stækka framhaldsskóla svo unnt efla starfsnám. Mennta- og barnamálaráðherra segir ráðist verði í byggingaframkvæmdirnar á næstu fimm til átta árum.

Grískir lestarstarfsmenn hófu dagsverkfall í morgun vegna viðbragða stjórnvalda við lestarslysinu þar í gær. Grískur stöðvarstjóri gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi vegna slyssins, en þar létu 43 lífið.

Engin merki eru um kvika færast nær yfirborði við Öskju. Hiti í Öskjuvatni mældist 28 stig þar sem mest var fyrir tíu dögum. Þar er þekkt jarðhitasvæði.

Skýrar reglur verða settar um það hvenær á telja atkvæði aftur, samkvæmt frumvarpi um breytingar á kosningalögum. Þetta er í fjórða sinn sem þessum nýju lögum er breytt til bregðast við ágöllum.

Frumflutt

2. mars 2023

Aðgengilegt til

1. mars 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.