Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 27. febrúar 2023

Samtök atvinnulífsins ætla fresta boðuðu verkbanni um fjóra sólarhringa til mánudagsins sjötta mars. Sáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og SA í kvöld.

Verðbólga mælist yfir tíu prósent á ársgrundvelli, í fyrsta sinn síðan í september 2009. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir stjórnvöld verði íhuga aðgerðir til styðja við þá sem minnst hafa.

minnsta kosti þrír hafa látist úr alvarlegum streptókokkasýkingum hér á landi frá í nóvember, sögn fyrrverandi sóttvarnarlæknis. Streptókokkasýkingar í vetur hafa valdið mun alvarlegri veikindum en oft áður.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka var afgreidd úr stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Minnihluti nefndarinnar vill málið verði rannsakað frekar.

Nýr samningur um tollafgreiðslu milli Norður-Írlands og Írlands verður líklega kynntur síðdegis. Vonast er til loksins takist binda um stærsta lausa endann vegna útgöngu Breta úr ESB

Fráfarandi bæjarstjóri í Fjarðabyggð, sem sagði af sér í síðustu viku, segist alltaf hafa verið tilbúinn greiða gjöld af sumarhúsi sínu aftur í tímann, um leið og hægt yrði ljúka skráningu þess.

Grímseyjarferjan Sæfari er á leið í slipp í sex til átta vikur í apríl og maí. Ekki liggur fyrir hvernig flytja skuli fólk og varning milli lands og eyju á meðan.

HM-draumur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta er úti en liðið á enn möguleika á komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári.

Frumflutt

27. feb. 2023

Aðgengilegt til

27. feb. 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.