Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 24. febrúar 2023

Forsætisráðherra segir stuðningur við Úkraínu verði áfram mikill á þessu ári og stefnt því styðja landið til jafns við aðrar Norðurlandaþjóðir.

Allar öryggisviðvaranir voru hundsaðar þegar 110 til 120 þúsund lítrar af dísilolíu láku úr bensínstöð Costco út í sjó í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðarbæjar undir lok síðasta árs. Lekinn verður mögulega kærður til lögreglu.

Lögregla lagði til Landspítalinn yrði ákærður vegna dauðsfalls á geðdeild spítalans í ágúst 2021. Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður í málinu vill aðgang samantekt lögreglu og segir annmarka á rannsókninni.

Tíðari klakastíflur og flóð gætu skaðað lífverur í ám hér á landi. Vatnalíffræðingur segir vorið leiði í ljós hvort einhverjar breytingar hafi orðið í ísabrotum undanfarinna vikna.

Rostungur flatmagar á bryggjunni á Breiðdalsvík. Við heyrum í fréttamanni okkar þar.

Frumflutt

24. feb. 2023

Aðgengilegt til

24. feb. 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.