Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 22. febrúar 2023

Komi til þess opna þurfi fjöldahjálparmiðstöðvar vegna verkfalla á hótelum væri hægt standsetja þær á innan við tveimur klukkustundum. Kostnaðurinn myndi í fyrstu lenda á ríkinu. Tjón hótela og gistihúsa gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna.

Ekki er talið verkfall Eflingarfélaga hafi áhrif á heilbrigðiskerfið, því undanþágur fengust til halda þjónustunni gangandi. Helstu áhyggjur eru af því starfsfólk komist ekki til vinnu vegna eldsneytisskorts.

Saksóknaraembættið í Úkraínu nafngreindi í morgun 91 rússneskan hermann sem er talinn bera ábyrgð á blóðbaðinu í Bucha. Talið er þar hafi um sjö hundruð verið drepin.

Rússar gerðu fjórar sprengjuárásir á Kharkiv í morgun.

Útgáfufélag Mannlífs tapaði í dag tveimur dómsmálum vegna endurbirtingar minningargreina. Stórkostlegur sigur, segir maður, sem höfðaði mál gegn Mannlífi vegna greinar um bróður sinn.

Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni hefur verið lokað vegna raka og myglu. Þetta er mikið högg fyrir starfsemina mati umsjónarmanns búðanna enda eru þær mjög vinsælar.

Það þýðir lítið tala um fæðuöryggi þjóðar ef engin endurnýjun er í atvinnugreininni segir framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Hún hefur verulegar áhyggjur af lítilli nýliðun og háum meðalaldur bænda.

Dregið var í undanúrslit bikarkeppninnar í handbolta í hádeginu.

Frumflutt

22. feb. 2023

Aðgengilegt til

22. feb. 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.