Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 15. febrúar 2023

Verkfall um sex hundruð félagsmanna Eflingar sem starfa á hótelum og við vöru- og eldsneytisflutninga hófst á hádegi. Áhrifa þeirra er þegar farið gæta. Þremur bensínstöðvum enn eins hefur verið lokað.

Efling og Samtök atvinnulífsins sitja enn á fundi í Karphúsinu. Formaður Eflingar var bjartsýn á nýjan sáttasemjara eftir tveggja tíma fundahöld í morgun. Framkvæmdastjóri SA var vonlítill við upphaf fundar.

Framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækis óttast milljarðatap. Undanþága frá verkfallinu hefur ekki fengist og því ekki hægt flytja súrefnistanka eldisstöðvum.

Dæmi eru um fólk kaupi þúsundir lítra af eldsneyti vegna verkfallsins og geymi við ótryggar aðstæður. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur miklar áhyggjur af eldhættu.

Hjálpargögn bárust til Sýrlands í nótt, níu dögum eftir fyrsta stóra jarðskjálftann. 41 þúsund hafa fundist látin á hamfarasvæðunum.

Streptókokkasýkingum hefur fjölgað mikið undanfarið og tilfellin eru fleiri en í eðlilegri flensutíð. Mikið álag er á heilsugæslustöðvum vegna sýkinga og verklag hefur verið endurskoðað.

Nicola Sturgeon ætlar hætta sem fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi skoska þjóðarflokksins. Þetta tilkynnti hún sjálf skömmu fyrir hádegið og kom tilkynningin flestum í opna skjöldu.

Valsmenn eiga enn möguleika á komast í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir sigur á Benidorm á heimavelli í gærkvöld.

Frumflutt

15. feb. 2023

Aðgengilegt til

15. feb. 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.