Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 08. febrúar 2023

Meira en ellefu þúsund hafa fundist látnir í rústum eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi aðfaranótt mánudags og óttast er enn fleiri hafi farist. Vaxandi örvænting er meðal almennings á skjálftasvæðinu og gremja út í stjórnvöld fyrir skort á bjargráðum.

Níu manna björgunarsveit á vegum Landsbjargar og Utanríkisráðuneytisins lenti í tyrknesku borginni Gaziantep snemma í morgun. Sveitin á vinna stjórn björgunaraðgerða í og við Antakya, ásamt björgunarmönnum frá Katar.

Ríkið kyndir undir verðbólgu með miklum útgjöldum segir seðlabankastjóri, bankinn hækkaði vexti um hálft prósentustig í morgun. Nýgerðir kjarasamningar auki verðbólgu og reynt tryggja launahækkanir fari ekki beint út í verðlagið.

Skýrsla ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi er blaut tuska ekki aðeins framan í almenning heldur líka stjórnmálamenn sem stundað hafa fyrirgreiðslu greinarinnar. Allt lykti það af pólitískri spillingu segir stjórnarmaður í Atlantic salmon fund.

Forseti Úkraínu er kominn til Bretlands til fundar við forsætisráðherra og Bretakonung. Breska stjórnin hefur tilkynnt um enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum.

Stuðningur við Úkraínu, samskiptin við Kína og lögregluofbeldi voru meðal þess sem Bandaríkjaforseti vék í árlegri stefnuræðu sinni í nótt.

LeBron James varð í nótt stigahæsti leikmaður bandarísku NBA deildarinnar í körfubolta frá upphafi. Stigamet Kareems Abdul Jabbar hafði staðið í 39 ár.

Frumflutt

8. feb. 2023

Aðgengilegt til

8. feb. 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.