Innviðaráðherra segir að endurskoða þurfi ákvörðun dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar skutu fast á dómsmálaráðherra við upphaf þingfundar í morgun vegna sölunnar. Dómsmálaráðherra og forstjóri Landhelgisgæslunnar voru boðaðir á tvo nefndarfundi í morgun.
Efling telur kynningu Ríkissáttasemjara á miðlunartillögu sinni hafa verið áróður til að hvetja félagsmenn til að kjósa með henni og ætlar að stefna ríkissáttasemjara fyrir héraðsdóm til að krefjast ógildingar. Tvö önnur mál tengd verkföllum og miðlunartillögu eru á dagskrá dómstóla í dag. Atkvæðagreiðsla um verkföll starfsfólks á hótelum og í olíuakstri hófst á hádegi.
Verð hlutabréfa í Íslandsbanka og Kviku banka rauk upp í fyrstu viðskiptum í morgun eftir að tilkynnt var í gær um áhuga Kviku á að sameinast bankanum.
Aðild Úkraínu að Evrópusambandinu er á dagskrá ráðstefnu sem stendur yfir í Kyiv, höfuðborg landsins. Leiðtogar ESB komu til borgarinnar í morgun.
Hótelhósti herjar á hunda hér á landi og gæti hann stafað af nýrri veiru.
Djúpavogsbúar hafa dregið fram sprittbrúsa og andlitsgrímur. Mikið er um covid smit í bænum og aðrar pestir líka.
Hótelhósti herjar á hunda hér á landi og gæti hann stafað af nýrri veiru.
Djúpavogsbúar hafa dregið fram sprittbrúsa og andlitsgrímur. Mikið er um covid smit í bænum og aðrar pestir líka.