Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 18. janúar 2023

Minnst sextán eru látin, þar á meðal þrjú börn, eftir þyrluslys í útjaðri Kyiv, höfuðborgar Úkraínu snemma í morgun. Innanríkisráðherra Úkraínu og embættismenn í ráðuneytinu eru meðal þeirra sem fórust í slysinu.

Smábátaeigendur taka illa í þá hugmynd sem fram kemur í verkefni matvælaráðherra, Auðlindinni okkar, afnema fimm komma þriggja prósenta kerfið. Erfiðara yrði fyrir útgerðir sem treysta á aflaheimildir í kerfinu nálgast þær með öðrum hætti.

Fjármálaráðherra segir rannsókn Fjármálaeftirlitsins á meintum brotum Íslandsbanka, þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í fyrra, kalli ekki á skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til fara yfir málið í heild.

Fimmtán prósenta lágmarks-alheims-tekjuskattur verður lagður á alþjóðleg fyrirtæki eins og Facebook og Google. Gert er ráð fyrir lagabreytingum á yfirstandandi þingi sem heimila það.

Alþjóðastofa á Akureyri, sem aðstoðar innflytjendur, verður lögð niður eftir tuttugu ára starf. Bæjarstjórinn segir það ekki á skjön við þá ákvörðun taka við hundruðum flóttamanna - aðrar stofnanir sinni í dag mikið til sömu hlutverkum.

Landeigendur mega kalla til lögreglu og láta hana sjá um smölun á ágangsfé á kostnað bænda, samkvæmt nýjum úrskurði dómsmálaráðuneytisins. Þetta er þvert á fyrri lagatúlkun og leiðbeiningar annars ráðuneytis.

Ein skærasta stjarna kvennafótboltans í heiminum lýsti í dag yfir stuðningi við Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrrverandi landsliðsfyrirliða, sem hefur hrist upp í umræðunni um rétt knattspyrnukvenna til fæðingarorlofs.

Karlalandsliðið í handbolta spilar sinn fyrsta leik í milliriðli HM í Svíþjóð í dag. Í fyrsta sinn í sögunni mætir liðið Grænhöfðaeyjum.

Frumflutt

18. jan. 2023

Aðgengilegt til

18. jan. 2024
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.