Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kanada vara við lífshættulegum vetrarhörkum. Í miðríkjum Bandaríkjanna gæti frost farið í um fimmtíu stig. Um hundrað og áttatíu milljónir búa á svæðum þar sem viðvaranir hafa verið gefnar út.
Einn fjórmenninganna sem bornir voru röngum sökum í Geirfinnsmálinu, segir fjölskyldur þeirra hryggar vegna ákvörðunar forsætisráðherra að greiða Erlu Bolladóttur 32 milljónir króna í bætur. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir þetta pólitíska ákvörðun.
Umboðsmaður alþingis gerir alvarlegar athugasemdir við aðbúnað gæsluvarðhaldsfanga á Akureyri. Fanga á að flytja á Hólmsheiði í gæsluvarðhald, en það hefur tekið allt að þrjá daga að koma þeim þangað.
Ekki hefur færri kaupsamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu síðan 2013. Útlit er fyrir að verðtryggð lán verði hagkvæmari en þau óverðtryggðu.
Síminn hefur óvænt tryggt sér sýningarrétt á sjónvarpsefni frá bandaríska sjónvarpsrisanum HBO.
Í eina tíð þótti við hæfi að borða heldur lélegan fisk dagana fyrir jól sem mótvægi við veislumat hátíðisdaganna. Messa heilags Þorláks að vetri þykir kjörin til að úða í sig vel kæstri skötu.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða leikmenn fara á heimsmeistaramótið í handbolta í janúar. 19 leikmenn eru í hópnum.