Mennirnir tveir sem hafa verið ákærðir í hryðjuverkamálinu eru sagðir hafa sótt og tileinkað sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum. Annar er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka, hinn fyrir hlutdeild í þeirri tilraun.
Samkomulag hefur náðst á Alþingi um þinglok. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki afgreitt fyrir jól.
Ný ríkisstjórn þvert yfir miðju tekur við völdum í Danmörku á morgun. Stjórnarflokkarnir boða róttækar breytingar á ýmsum sviðum.
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á föstudaginn.
Úkraínumenn skutu niður alla þrettán drónana sem Rússar sendu á Kænugarð í morgun.
Brýn þörf er á lögum um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks hér á landi, að mati formanns Félags hjúkrunarfræðinga. Ísland sé þar eftirbátur annarra Norðurlandaþjóða.
Vinsældir Donalds Trumps meðal Repúblikana í Bandaríkjunum virðast hafa hrunið, samkvæmt nýrri könnun sem birt var í gær.
Landsnet telur álit Skipulagsstofnunarinnar um Blöndulínu ekki breyta niðurstöðu um leið línunnar.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir tvíbætti eigið Íslandsmet í 100 metra skriðsundi á HM í 25 metra laug í nótt og í morgun.