Skrifað verður undir kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og VR, LÍV og iðnaðar- og tæknifólks klukkan eitt. Samningar náðust eftir maraþonfund fram á nótt. Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir stjórnvalda síðdegis.
Forystumenn þingflokka reyna að samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir jól. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsálaráðherra er ekki á dagskrá þingfundar í dag.
Írönsk stjórnvöld tóku í morgun af lífi tuttugu og þriggja ára mann vegna þátttöku hans í mótmælum. Hann er annar mótmælandinn sem er tekinn af lífi í Íran.
Loðnuvertíðin er hafin og tvö skip farin til veiða norður af landinu. Talsvert sást þar af loðnu um helgina. Það ræðst væntanlega í þessarri viku hvort bætt verður við áður útgefinn upphafskvóta fyrir vertíðna.
Launafulltrúi hjá Skálatúni í Mosfellsbæ hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann er talinn hafa dregið sér 11,4 milljónir króna.
Grísk stjórnvöld hafa fryst allar eigur Evu Kaili, grískrar þingkonu á Evrópuþinginu sem nú er í haldi í Brussel, vegna gruns um stórfellda spillingu.
Formenn flokka í bláu blokkinni í Danmörku eru æfir út í Jakob Ellemann-Jensen, formann Venstre; hann hefur fallið frá kröfu um að láta rannsaka þátt Mette Frederiksen, forsætisráðherra í útrýmingu danska minkastofnsins.
Sveitarfélagið Skagaströnd hefur, fyrst sveitarfélaga, óskað eftir virkjun á ívilnun um endurgreiðslu námslána fyrir heilbrigðisstarfsólk sem hefur áhuga á að starfa þar.
Haukar, Stjarnan og Keflavík tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta.