Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 01. desember 2022

Kjaraviðræður þokast áfram en eru á viðkvæmu stigi. Af orðum framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ráða samningar náist næstu daga.

Búast við þrengslum á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Farþegaspá ISAVIA gerir ráð fyrir hátt í 8 milljónum farþega um flugvöllinn á árinu.

Dvalartími leikskólabarna í Reykjavík verður styttur á næstu vikum. Oddviti Sósíalista í borgarstjórn hefur áhyggjur af foreldrum í erfiðri stöðu.

Sóttvarnayfirvöld í Kína hafa gefið sterklega í skyn tímabært draga úr takmörkunum. Talið er þetta séu viðbrögð við mótmælum helgarinnar.

Þeir voru fölir og guggnir Reykvíkingarnir sem komu saman fagna fullveldi við Stjórnarráðshúsið fyrir 104 árum. Háskólasamfélagið fagnar deginum á Bessastöðum í dag.

Óþekktur og alvarlegur sjúkdómur felldi sex hross á Suðurlandi í síðustu viku. Sérgreinadýralæknir lítur málið alvarlegum augum.

Minnst ein starfsstétt verður í verkfalli í Bretlandi á hverjum degi til jóla ef ekki semst. síðast boðuðu sjúkraflutningamenn verkfall.

Brýnt er boðið verði upp á hraðgreiningapróf fyrir HIV, segir formaður HIV-samtakanna á Íslandi. Hann furðar sig á tregðu heilbrigðisráðuneytis til heimila notkun prófanna.

Úrslit ráðast í dag í E og F riðlum heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar. Stórlið eiga á hættu falla úr leik.

Frumflutt

1. des. 2022

Aðgengilegt til

1. des. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.