Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 23. nóvember 2022

Lögreglan lítur leka á myndskeiðum, sem sýna árás í Bankastræti Club, mjög alvarlegum augum. Hann er líklega frá lögreglunni sjálfri og héraðssaksóknari rannsakar málið. Bensín- og reyksprengjum var í nótt kastað inn í heimahús vegna árásarinnar.

Stýrivextir eru komnir í sex prósent, eftir núll komma tuttugu og fimm prósentustiga hækkun í morgun. Seðlabankastjóri vill ekki skemma jólahátíðina fyrir fólki en biður það samt um halda fastar í veskið. Hann segir verðbólguna erfiðari viðureignar en búist var við.

Fjármálaráðherra segir útilokað frekari sala á hlutum í Íslandsbanka verði í lokuðu útboði eins og síðast. Um þetta einhugur í ríkisstjórn. Hann segir Bankasýsluna þurfa standa ábyrg fyrir gagnrýni sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar.

Árásarmaður myrti sex hið minnsta, og særði fimm í stórmarkaði í Virginíu í Bandaríkjunum í gærkvöld. Talið er verslunarstjóri stórmarkaðarins árásarmaðurinn og hann hafi svipt sig lífi eftir ódæðisverkin.

Ráðherra ferðamála hyggst breyta regluverkinu sem gildir um bílaleigur, meðal annars til bregðast til bregðast umfjöllun Kveiks um mannskætt slys við Núpsvötn.

Skotar ekki efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði án heimildar breskra stjórnvalda. Þetta var niðurstaða hæstaréttar Bretlands í morgun. Fyrsti ráðherra Skotlands, sem vildi kosið yrði ári, lýsir yfir vonbrigðum.

Fyrsta tap Vals í Evrópudeild karla í handbolta kom á Hlíðarenda í gær. Liðið mætti þýska stórliðinu Flensburg í þriðja leik sínum í riðlakeppninni.

Frumflutt

23. nóv. 2022

Aðgengilegt til

23. nóv. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.