Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 17. nóvember 2022

Tveir bílar lentu í aurskriðu sem fór yfir Grenivíkurveg snemma í morgun. Annar þeirra barst niður fyrir veg með aurnum en engin slys urðu á fólki. Hlíðin er enn mjög blaut og vegurinn gæti jafnvel verið lokaður til morguns.

Ekkert lát er á eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu. Það er farið snjóa í Kænugarði og spáð fimbulkulda á næstu dögum.

Skerða gæti þurft heitt vatn til höfuðborgarbúa á köldum dögum í vetur. Hitaveitur víða um land eru komnar þolmörkum mati framkvæmdastjóra Veitna. Þörf fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu gæti tvöfaldast á næstu 40 árum.

Tekist var á um leka Íslandsbankaskýrslunnar á Alþingi í morgun. Stjórnarandstaðan segir sjálfstæðismenn sem óska eftir rannsókn vilja drepa málinu sjálfu á dreif.

Lunginn af ráðstöfunartekjum öryrkja sem eru á almennum leigumarkaði fer í húsnæði. Þetta leiðir rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í ljós.

Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þótt enn eftir ljúka talningu í nokkrum kjördæmum. Erfiðara verður fyrir forsetann koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.

Allt bendir til þess stofn íslensku sumargotssíldarinnar við landið styrkjast mikið. Sýking, sem lengi hefur herjað á stofninn, virðist horfin.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson tryggði sér sæti á einni sterkustu mótaröð heims í golfi, Evrópumótaröðinni. Hann er annar íslenski karlkylfingurinn sem nær þeim árangri.

Frumflutt

17. nóv. 2022

Aðgengilegt til

17. nóv. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.