Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landlæknis um að áminna lækni vegna vanrækslu og framkomu í garð tveggja sjúklinga. Annar þeirra svipti sig lífi nokkrum mínútum eftir að hann var útskrifaður.
Fjöldi utanlandsferða landsmanna, mikil innkaup í erlendum vefverslunum og halli á vöruskiptum við útlönd eru helstu ástæður þess að krónan hefur veikst í haust. Öll styrking ársins er að engu orðin og rúmlega það.
Bæjarstjóri á Akureyri segir ríkið alfarið bera ábyrgð á því að íbúar á Hjúkrunarheimilinu Hlíð, hafi búið mánuðum saman í heilsuspillandi húsnæði. Bærinn hafi ekki vitað af myglunni þegar hann rak hjúkrunaheimilið.
Varað er við skriðuföllum nyrst á Tröllaskaga og á Ströndum en mikið hefur rignt þar síðustu daga. Uppsöfnuð úrkoma á Siglufirði er yfir 150 millimetrar síðasta sólarhring. Það spáir þurru veðri fyrir norðan um helgina.
Kærunefnd útlendingamála hefur veitt konu frá Hvíta-Rússlandi alþjóðlega vernd og snýr við úrskurði Útlendingastofnunar, sem taldi hana ekki þurfa að óttast ofsóknir heimalandi sínu.
Ungmennafulltrúi Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna segir óvíst hvort hægt verði að ná samstöðu um mikilvæg loftslagsmál. Skipulagsleysi sé um að kenna.
Í kvöld gæti íslenska karlalandsliðið í körfubolta komist langt með að tryggja sér þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Ísland mætir Georgíu í Laugardalshöll.