Kröfum írakskra hælisleitenda um að fá að koma fyrir dómara á Íslandi hefur verið hafnað í Héraðsdómi. Þeir þurfa þess í stað að bera vitni símleiðis frá Grikklandi.
Dómsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi fengið staðfest að flóttafólk sem var sent héðan til Grikklands sé ekki á götunni, heldur bjóðist íbúð eða dvöl í flóttamannabúðum. Málflutningur um að fólk sé á götunni standist ekki skoðun.
Blaðamenn segja að samskipti við lögreglu hafi versnað að undanförnu. Nýlegt atvik á Keflavíkurflugvelli sé ekki einsdæmi um að lögregla hindri störf þeirra.
Rússar segjast hafa byrjað að flytja herlið sitt frá höfuðborg Kherson héraðsins í Úkraínu, yfir á austurbakka Dnípró árinnar. Enn er þó barist í kringum borgina og Úkraínumenn taka fréttum um brottflutning með miklum fyrirvara.
BHM leggur áherslu á jafnrétti og prósentuhækkanir í komandi kjarasamningum. Formaður BHM segir að öðruvísi verði menntun ekki metin að verðleikum.
Forsætisráðherra Bretlands fékk það óþvegið á breska þinginu í gær fyrir að hafa skipað alræmdan yfirgangssegg í ríkisstjórn. Þar er talað um Gavin Williamson, sem hefur sagt af sér vegna ásakana um einelti.
Kleinudagurinn er haldinn í dag, annað árið í röð. Íslenskir kleinuunnendur reyna að festa hefðina í sessi. Bakari á Akureyri segir þó að allir dagar séu kleinudagar.
Uppselt er á leik Íslands og Georgíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í körfubolta. Ísland gæti tryggt sér sæti á mótinu í fyrsta sinn.