Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 09. nóvember 2022

Enn er ekki ljóst hvort Demókratar eða Repúblikanar ráði öldungadeild Bandaríkjaþings, eftir þingkosningar vestanhafs í gær. Demókratar eru taldir hafa unnið varnarsigur, þótt Repúblikanar virðist hafa náð völdum í neðri deild þingsins.

Umboðsmaður Alþingis krefur ríkislögreglustjóra svara um verklag við brottvísun fimmtán flóttamanna í síðustu viku.

Félagsfólk í Vinstri grænum þarf vera óhrætt láta í ljós óánægju sína vegna ríkisstjórnarsamstarfsins. Þetta segir stjórnarkona í flokknum. Hún segir flokksfólk hafi skilið sátt eftir samtalsfund við ráðherra flokksins um útlendingamál í gær.

Afkoma ríkissjóðs er sextíu milljörðum hagstæðari í ár en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.

Engar hreyfingar hafa orðið í hlíðum ofan Seyðsfjarðar þrátt fyrir mikla rigningu þar í gærkvöld og nótt. Veðurstofan fylgist vel með vegna áframhaldandi rigningarspár.

90 prósentum af öllum málum er varða þjóðlendur á Íslandi er lokið. Um 200 þjóðlendumálum hefur verið skotið til dómstóla frá því óbyggðanefnd var sett á laggirnar fyrir tæpum aldafjórðung.

Níutíu ár eru í dag liðin frá Gúttóslagnum svonefnda, blóðugum átökum milli verkamanna og lögreglu í miðborg Reykjavíkur.

Körfuknattleikssamband Íslands hefur framlengt samning við Craig Pedersen, landsliðsþjálfara karla, sem hefur þjálfað liðið í tæpan áratug.

Frumflutt

9. nóv. 2022

Aðgengilegt til

9. nóv. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.