Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 03. nóvember 2022

Stoðdeild Ríkislögreglustjóra flutti fimmtán umsækjendur um alþjóðlega vernd úr landi til Grikklands í nótt. Í hópnum var fólk sem ekki hafði fengið endanlega niðurstöðu sinna mála. Alls átti flytja tuttugu og átta til Grikklands en þrettán fundust ekki þegar þeirra var leitað.

Starfsmenn Isavia beindu flóðljósum myndavél RÚV, því er virðist til spilla störfum tökumanns á Keflavíkurflugvelli í nótt. Talsmaður Isavia segir þar hafi fyrirmælum lögreglu verið fylgt. Lektor í blaða- og fréttamennsku segir þetta grófa aðför lýðræði og aðhaldshlutverki fjölmiðla.

Breski seðlabankinn tilkynnti í dag um mestu stýrivaxtahækkun frá árinu 1992. Vextirnir hafa þrjátíufaldast á innan við ári.

Meðaltekjur öryrkja sem leita til umboðsmanns skuldara eru tæplega 14 þúsund krónum minni á mánuði en í fyrra. Formaður Öryrkjabandalagsins segir stöðuna fara versnandi.

Allir rafkaplar Zaphorizhzia kjarnorkuversins í Úkraínu eru rofnir eftir sprengingar Rússlandshers. Úkraínumenn óttast Rússar ætli flytja orkuna til Krímskaga.

Náttúrustofa Austurlands leggur til veiðikvóti hreindýra verði skertur þriðja árið í röð vegna fækkunar dýranna. Kvótinn hefur ekki verið minni í sautján ár.

Knattspyrnusamband Evrópu kynnti í morgun miklar breytingar á undankeppnum stórmóta í fótbolta kvenna. Tekin verður upp deildaskipting og við bætist Þjóðadeild, líkt og í karlaflokki.

Frumflutt

3. nóv. 2022

Aðgengilegt til

3. nóv. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.