Ráðist verður í mikinn niðurskurð hjá Reykjavíkurborg á næsta ári. Horfur eru á fimmtán milljarða króna halla í ár, mun meiri en ráð hafði verið gert fyrir.
Þingkosningar hófust í Damörku klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi jafnaðarmanna segir að hún vilji kanna möguleikann á ríkisstjórn þvert á blokkir þó að hennar blokk nái meirihluta.
Þrjú flutningaskip með korn létu úr höfn í Úkraínu í morgun, þrátt fyrir að Rússar hafi tímabundið dregið sig úr samningi um örugga flutningaleið.
Tuttugu og þrír kassar af peysum, sokkum og húfum sem íslenskar og úkraínskar konur hafa prjónað verða í dag send til Úkraínu.
Nýr samningur um endurgreiðslu á sálfræðiþjónustu var gerður einhliða af Sjúkratryggingum, án samráðs við sálfræðinga. Ekki kemur fram í samningnum hversu miklu fé á að verja í þjónustuna.
Stríðið í Úkraínu og varnarmál ber hæst á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki. Formaður Íslandsdeildar finnur mikinn byr með enn þéttara samstarfi Norðurlandanna.
Rjúpnaveiðitímabilið hófst á hádegi. Við heyrðum í skotveiðimanni sem var á leið í fyrstu veiði tímabilsins rétt fyrir fréttir.