Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 27. október 2022

Forsætisráðherra segir mikilvægt samkomulagi við lífeyrissjóði um uppgjör gamla Íbúðalánasjóðs. Hún telur hægt tryggja bæði hagsmuni lífeyrisþega og skattgreiðenda.

Stuðningsfólk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra hefur skorað á hann bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum gegn Bjarna Benediktssyni. Ástæðan er óásættanlegt fylgi flokksins.

Formaður foreldrafélags Hraunvallaskóla segir mikilvægt heimili og skólar vinni saman gegn einelti. Yfir hundrað foreldrar mættu á opinn fund í skólanum í gær.

?Þetta er vont en það venst,? segir sjómaður í Grímsey en öflugur jarðskjálfti varð skammt frá eynni í nótt. Um einn og hálfur mánuður er síðan skjálftahrina hófst á svæðinu.

Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni vinnuhóps OECD gegn mútum á meint andvaraleysi íslenskra stjórnvalda við rannsókn Samherjamálsins. Þingmaður Pírata sakar ríkisstjórnina um sýna málinu lítinn áhuga.

Alþjóðaorkumálastofnunin áætlar mjög dragi úr eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti fyrir miðja öldina. Orkukreppan vegna innrásarinnar í Úkraínu er kveikja hraðari umbreytinga í orkumálum.

Frumflutt

27. okt. 2022

Aðgengilegt til

27. okt. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.