Forsætisráðherra segir mikilvægt að ná samkomulagi við lífeyrissjóði um uppgjör gamla Íbúðalánasjóðs. Hún telur að hægt sé að tryggja bæði hagsmuni lífeyrisþega og skattgreiðenda.
Stuðningsfólk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra hefur skorað á hann að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum gegn Bjarna Benediktssyni. Ástæðan er óásættanlegt fylgi flokksins.
Formaður foreldrafélags Hraunvallaskóla segir mikilvægt að heimili og skólar vinni saman gegn einelti. Yfir hundrað foreldrar mættu á opinn fund í skólanum í gær.
?Þetta er vont en það venst,? segir sjómaður í Grímsey en öflugur jarðskjálfti varð skammt frá eynni í nótt. Um einn og hálfur mánuður er síðan skjálftahrina hófst á svæðinu.
Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni vinnuhóps OECD gegn mútum á meint andvaraleysi íslenskra stjórnvalda við rannsókn Samherjamálsins. Þingmaður Pírata sakar ríkisstjórnina um að sýna málinu lítinn áhuga.
Alþjóðaorkumálastofnunin áætlar að mjög dragi úr eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti fyrir miðja öldina. Orkukreppan vegna innrásarinnar í Úkraínu er kveikja hraðari umbreytinga í orkumálum.