Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 26. október 2022

Konur af erlendum uppruna verða fyrir mismunun á vinnumarkaði hér á landi bæði vegna uppruna síns og kyns.Þær glíma við meiri vanlíðan og aukið óöryggi á húsnæðismarkaði.

Mikið vantar upp á ríki heims nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. skýrsla Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna bendir til útblástur aukist á næstu átta árum.

Sveitarfélög gætu tekið upp gjaldheimtu vegna notkunar nagladekkja, ef fallist verður á tillögu Umhverfisstofnunar um bætt loftgæði í þéttbýli. Reykjavíkurborg hefur sýnt tillögunni áhuga.

Fasteignamarkaðurinn er kólna, mati yfirmanns viðskiptagreiningar hjá Deloiette. Fermetraverð fasteigna í öllum eignaflokkum lækkaði í síðasta mánuði.

Nýr forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi stjórnarandstöðunnar tókust á um efnahagsmál og kosningar í óundirbúnum fyrirspurnatíma í morgun, þeim fyrsta í stjórnartíð nýkjörins leiðtoga Íhaldsflokksins.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra er sagður íhuga framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi flokksins um aðra helgi.

Karlalið Vals í handbolta fór vel af stað í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöld þegar liðið hafði betur gegn ungverska liðinu FTC.

Frumflutt

26. okt. 2022

Aðgengilegt til

26. okt. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.