Pólitísk framtíð Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands hangir á bláþræði. Á annan tug þingmanna Íhaldsflokksins hafa sagt opinberlega að forsætisráðherrann eigi að segja af sér.
Erlendur ferðamaður á fertugsaldri lést þegar hann féll við göngu í Kirkjufelli við Grundarfjörð. Þetta er þriðja banaslysið í fjallinu á fjórum árum
Fjármálaráðherra telur ekki að þær gjafir sem starfsmenn Bankasýslunnar þáðu í tengslum við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka varpi rýrð á störf þeirra. Hins vegar sé mikilvægt að gjafir séu innan hóflegra marka.
Vegagerðin hefur opnað nýjan gagnvirkan umferðarvef með öllum þeim upplýsingum sem vegfarendur þurfa að fá til að meta aðstæður. Nýi vefurinn er bylting í framsetningu upplýsinga segir Vegagerðin.
Kortavelta erlendra ferðamanna nemur um 250 milljórðum króna í ár en Ferðamálastofa spáir að þeir eyði um 330 milljörðum á næsta ári.
Svokölluð brúarlausn Sundabrautar gæti raskað starfsemi skipafélaganna við Sundahöfn. Í nýrri skýrslu um skipulag hafnarinnar er talið ákjósanlegt að sameina athafnasvæði félaganna.
Reykjanesfólkvangur liggur undir skemmdum vegna utanvegaaksturs. Sumir virða hvorki lög né merkingar segir yfirlandvörður.
Framkoma portúgölsku fótboltastjörnunnar Cristianos Ronaldo í gærkvöld hefur .