Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir að árásir Rússa á orkustofnanir í Úkraínu séu ekkert annað en hryðjuverk og stríðsglæpir. Rússnesk stjórnvöld eru byrjuð að flytja fólk á brott frá Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu vegna áhlaups Úkraínuhers.
Ekki kemur til greina að aðskilja umsóknir Svíþjóðar og Finnlands um aðild að Atlantshafsbandalaginu, að dómi forseta Finnlands, sem er í opinberri heimsókn hér á landi.
Tólf tryppi og eitt folald, úr hrossahóp í Borgarfirði, hafa verið felld að kröfu Matvælastofnunar.
Verðbólga er komin yfir tíu prósent í Bretlandi, samkvæmt bresku hagstofunni. Matvælaverð hefur ekki hækkað jafn hratt í áratugi.
Landvernd telur ámælisvert að ríkisfyrirtæki hugsi ekki um hagsmuni almennings og náttúrunnar til að ná þeim markmiðum að Íslendingar hætti notkun jarðefnaeldsneytis fyrir 2040.
Ef við glötum íslenskunni verðum við eins og útlagar í heiminum, segir formaður Íslenskrar málnefndar. Ofurvald ensku ógni helst sjálfstæði Íslands.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu brýnt að tryggja rétt fólks til að standa undan stéttarfélaga þegar frumvarp um félagafrelsi var tekið fyrir á Alþingi. Þingmaður Samfylkingarinnar telur vegið að grundvelli verkalýðshreyfingarinnar.
Riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta hefst í dag. Sjö íslenskir leikmenn í fimm liðum eru með í riðlakeppninni þessa leiktíðina.