Menntamálaráðherra hefur ákveðið að leggja niður Menntamálastofnun og boðar viðamiklar breytingar á skólakerfinu.
Tveir Íslendingar um þrítugt voru kaldir og skelkaðir eftir setið fastir rúma tvo sólarhringa í bíl á Kollafjarðarheiði á Vestfjörðum um helgina í vondu veðri. Björgunarsveitarmaður segir það hafa orðið þeim til happs að þeir héldu kyrru fyrir í bílnum.
Sænska þingið hefur samþykkt Ulf Kristersson, leiðtoga Hófsamra hægrimanna, í embætti forsætisráðherra. Hægrisinnaðasta ríkisstjórn Svíþjóðar nokkru sinni tekur við völdum á morgun.
Bresk stjórnvöld ætla að hætta við nánast allar skattalækkanir sem Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands kynnti fyrir þremur vikum. Jeremy Hunt, nýskipaður fjármálaráðherra greindi frá þessu í morgun.
Geðlæknir metur nú hvort sakborningunum í hryðjuverkarannsókn lögreglu var alvara með tali sínu um morð og árásir.
Um sextán hundruð flóttamenn eru nú á framfæri Vinnumálastofnunar, og stofnunin sér um þúsund þeirra fyrir húsnæði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir ganga þolanlega að finna búsetuúrræði.
Minnst þrjú létust í sprengjuárás Rússa á íbúðarhús í Kænugarði í morgun. Forseti Úkraínu segir Rússa hafa gert árásir víða um Úkraínu í nótt og í morgun.
Sauðfjárbændur gætu þurft að halda betur utan um fé sitt samkvæmt nýju áliti umboðsmanns Alþingis. Hann telur að lög sem heimila friðun afgirts lands leyfi ekki lausagöngu og ágang á öllum öðrum löndum.
Valur vann sinn fyrsta sigur í rúma tvo mánuði í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi þegar liðið lagði Stjörnuna. Fyrir það hafði Valur spilað sjö leiki án sigurs og tapað fimm í röð.