Forsætisráðherra er ósammála dómsmálaráðherra um að stjórnleysi ríki í málefnum flóttamanna hér á landi. Sjálfstæðismenn voru á Alþingi í morgun sakaðir um að ala á ótta og fara frjálslega með staðreyndir í málefnum útlendinga.
Evrópufræðingur segir fullyrðingar um að Schengen-samtarfinu sé ógnað vegna íslenskra útlendingalaga vera rangar og bera keim af hræðsluáróðri.
Fjöldi hátt settra gesta sækir þing Hringborðs Norðurslóðanna sem verður sett í Hörpu í dag. Breytt umhverfi vegna innrásar Rússa í Úkraínu setur svip sinn á þingið.
Tyrklandsforseti er sagður vilja koma á friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu. Hann hittir fyrir Pútín Rússlandsforseta á ráðstefnu í Kasakstan í dag. Ólíklegt má þó telja að Úkraínustjórn vilji setjast að samningaborðinu.
Ríkissaksóknari hefur krafist þess að máli Karls Wernerssonar og tveggja annarra verði vísað frá í kjölfar niðurstöðu dómsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar.
Eldislax sem slapp úr sjókví Arnarlax í Arnarfirði í ágúst í fyrra virðist hafa farið víða því hann hefur nú veiðst í þremur ám á Vestfjörðum, meðal annars í Patreksfirði.
Herjólfur hefur ekki siglt milli lands og Eyja í morgun eftir að bilun kom upp í Gamla-Herjólfi. Sá nýi er í slipp og eldri báturinn ræður illa við grynningar í Landeyjahöfn.
Ísland vann 15 marka sigur á Ísrael í fyrsta leik karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM 2024. Frammistaða í heimsklassa, segir leikstjórnandi íslenska liðsins.