Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 10. október 2022

Minnst tíu eru látnir eftir Rússar gerðu eldflaugaárás á fjölda borga í Úkraínu í morgun, þar á meðal höfuðborgina, Kyiv. Forseti Rússlands segir árásina svar Rússa við því mikilvæg brú við Krímskaga var sprengd um helgina. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa fordæmt þessa árás og ítrekað stuðning við Úkraínu

Tveir karlar á fimmtudagsaldri eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu á sextugsaldri. Konan fannst látin í bíl í Túnunum í Reykjavík á laugardagsmorgun.

Átök innan verkalýðshreyfingarinnar voru ofarlega í huga þingfulltrúa á ASÍ þinginu sem sett var í morgun, en einnig komandi kjarasamningar og verkefni næstu vikna.

Veðurviðvaranir vegna norðanstorms og úrkomu, sem gekk yfir landið í gær og í nótt, eru fallnar úr gildi. Björgunarsveitir fóru í yfir 30 verkefni vegna óveðursins. Þrír biðu af sér veðrið í fjöldahjálparstöð í Vík í Mýrdal í nótt.

Hæstiréttur hefur vísað máli gegn fyrrverandi bankastjóra MP banka frá dómi vegna mistaka Endurupptökudóms. Fyrir vikið stendur sýknudómur úr héraðsdómi þrátt fyrir hann hafi áður verið sakfelldur í Hæstarétti.

Íslenskir tónlistarmenn eru hvattir til fara í verkfall í tengslum við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves til mótmæla þátttöku Icelandair í flytja hælisleitendur úr landi. Iceland Airwaves segist ekki skilja hvaða hagsmunum það þjóni knésetja mikilvægustu hátíð íslenskrar tónlistar.

Frumflutt

10. okt. 2022

Aðgengilegt til

10. okt. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.