Fréttir kl.12:20
Útvarpsfréttir.
Karlmaður var stunginn til bana í heimahúsi í Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra.
Meira en fjögurhundruð og þrjátíu Venesúelamenn hafa fengið vernd á Íslandi á þessu ári. Þeir eru um helmingur hælisleitenda hér á landi, annarra en Úkraínumanna.
Lula da Silva fékk fleiri atkvæði en Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, í kosningum í gær. Þar sem da Silva fékk ekki yfir helming atkvæða verður önnur umferð haldin.
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir ákveðið mynstur vera í sögum af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hann hafi hagað sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni.
Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi Neanderdalsmanna og þróun mannsins.
Tveir frambjóðendur lýstu yfir sigri í forsetakosningum í Bosníu-Hersegóvínu í nótt. Kosið var í skugga mestu innanríkisdeilna í ríkinu í þrjá áratugi.
Afmælisdegi Adolfs Hitlers var fagnað á ræðismannsskristofu Þýskalands í apríl 1940 með kaupum á uppáhaldsblómi foringjans, hortensíu. Kvittun fyrir blómakaupunum er meðal skjala sem forsætisráðherra afhendir þýska Sambandsskjalasafninu í dag.
Útvarpsfréttir.