Kona hefur verið ákærð fyrir að beita sjö börn andlegum og líkamlegum refsingum í starfi sínu á leikskóla. Foreldrar þeirra krefjast samtals yfir tíu milljóna í bætur.
Flugeldar, eftirlíkingar af skotvopnum og vökvi í flösku fundust í pakka um borð í flugvél UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær vegna sprengjuhótunar. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu meðan á aðgerðum stóð að sögn lögreglu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt aðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Forsætisráðherrann tjáði sig í fyrsta sinn í dag um aðgerðirnar, sem meðal annars fela í sér skattalækkanir, og ætlar ekki að breyta um stefnu.
Lögregla hefur rannsókn á stórbrunanum á Egilsstöðum í dag. Hálfur vatnsforði svæðisins fór í slökkvistarfið.
Stjórnvöld í Rússlandi ætla á morgun formlega að innlima fjögur héröð í Úkraínu. Stjórnvöld þar óska eftir aukinni hernaðaraðstoð vegna vendinganna.
Kona sem býr í Urriðaholti sér fram á að þurfa að skipta út öllum stórum rafmagnstækjum heima hjá sér eftir að rafmagnsbilun varð þar fyrir helgi. Ekki er á hreinu hvar tjónaábyrgð liggur.
Talsvert magn af e.coli gerlum mældist í neysluvatni á Hofsósi eftir að geislatæki bilaði. Viðgerð stendur yfir og á meðan eru íbúar hvattir til að sjóða drykkjarvatn.