Fréttir kl.12:20

Hádegisfréttir 26. september 2022

Mikið eignatjón hefur orðið í aftakaveðrinu sem gengur yfir landið. Veðrið hefur bitnað einna verst á íbúum Austfjarða. Þar er enn of hvasst til fólk treysti sér út meta umfang skemmdanna.

Fagstjóri aðgerðamála hjá almannavörnum segir alvarlegt mál þegar hálft landið verði rafmagnslaust eins og gerðist í gær. Fjarskipti hafi þó haldið sem þakka megi úrbótum sem gerðar hafi verið frá óveðrinu sem skall á 2019.

Þrettán létust og tugir særðust í skotárás í rússneskum barnaskóla í morgun. Rússlandsforseti segir árásina hryðjuverk.

Maður sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um undirbúning hryðjuverka hefur farið í eina skýrslutöku frá handtöku fyrir fimm dögum. Lögmaður hans segir skjólstæðing sinn samstarfsfúsan og neitar fullyrðingum um tengsl við öfgasamtök.

Bræðralag Ítalíu, flokkur Giorgiu Meloni, hlaut um fjórðung atkvæða í þingkosningum í gær. Útlit er fyrir brátt taki við hægrisinnaðasta ríkisstjórn landsins frá lokum síðari heimsstyrjaldar.

Fleiri hermenn frá rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Dagestan hafa fallið í stríðinu í Úkraínu en frá öðrum hlutum Rússlands. Herkvaðningu varaliðs var mótmælt í Dagestan um helgina og voru yfir hundrað mótmælendur handteknir.

Frumflutt

26. sept. 2022

Aðgengilegt til

26. sept. 2023
Fréttir kl.12:20

Fréttir kl.12:20

Útvarpsfréttir.